Uppskriftaveitan geimSKONSUR

Snilldarlegir matreiðslutaktar sýndir og sannaðir

laugardagur, maí 03, 2008

Kjúklingavefja

Chili Tortilla
Kjúklingur í bitum
Rifinn ostur yfir
Örlítill chilipipar og svartur pipar

Sett í örbylgjuofn í 30 sek

1 avókadó saxað yfir og 1-2 tsk. af salsasósu og vafið upp.

mánudagur, september 03, 2007

Kjúklingabringur með pestó

3-4 kjúklingabringur
3 hvítlauksrif
Ein krukka basilpestó
2 tómatadósir (af tómötum í bitum)
Feta

Kjúklingabringur kryddaðar með pipar, salti og fínsöxuðum hvítlauk og settar í eldfast mót. Pestói skellt yfir. Tómatjukki skellt yfir. Feta skellt yfir. Öllu skellt inn í ofn við 200 gráður í 40 mín eða þar til kjúklingur er eldaður í gegn.

Borðist með salati og hrísgrjónum.

þriðjudagur, janúar 31, 2006

Gautaborgar-mackor

macka [²m'ak:a] mackan mackor noun
smörgås (informal)

English translation
sandwich

Compounds
ostmacka---cheese sandwich


Morgunmacka Sanders

Gróft brauð
Avokadohræra (avókadó stappað og sítrónusafa, salti og pipar og hreinni jógúrt (má líka nota ólívuolíu) bætt við)
Væn mozzarellasneið
Tómatar
Jurtasalt

Sunnudagsmacka

Brauð
Geitaostur (hitað í ofni þar til ostur er bráðinn)
Hunang
Rucola
Tómatur
Pipar

mánudagur, desember 05, 2005

Göteborgs Metro-soppa

A.k.a. ingefärskryddad kycklingsoppa

Þessi uppskrift er í boði Gautaborgarbúans Sigrúnar, sem ég hef ákveðið að kalla Signe hér eftir í anda þemans, sem eldaði þessa dýrindissúpu eftir uppskrift Metroblaðsins í sporvagni 7.

2 kycklingsfiléer (bringur börnin góð...)
4 salladslökar (Signe notaði charlottulauk)
1 msk olja
2 msk grön currypasta
6 dl hönsebuljong
2 dl lättkokosmjölk (uppskrift í boði ViktVäktarna självklart lätt)
80 g nudlar
100 g pak choi, mangold spenat (whatever that is - Signe notaði venjulegt frosið)
2 msk riven ingefära (engifer, var það ekki alveg ljóst?)

Värsågoda allihopa!

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Gautaborgarútibú Uppskriftaveitunnar opnað

Nú hefur Uppskriftaveita Reykjavíkur og nágrennis opnað útibú í Gautaborg og bjóðum við Söndru velkomna í hópinn. Sandra ætlar að taka þátt í að deila uppskriftum sem henni þykja góðar en framvegis verður ríkari áhersla lögð á góð ráð og staðreyndar uppskriftir sem okkur sælkerunum þykja góðar.

mánudagur, október 31, 2005

Ísskápstiltektarkarríbull

4 hvítlauksrif fínsöxuð
fersk engiferrót - góður slatti - fínsaxaður
1 blaðlaukur - saxaður
2 þurrkaðir rauðir chilipiprar - muldir
250 g sveppir niðursneiddir (ein askja)
2 litlar sætar kartöflur - í bitum
250 g rauðar linsubaunir
300 g gulrætur - sneiddar
1 dós kjúklingabaunir
2 dósir kókosmjólk
Rajah Hot Madras karrí
Korma karrí
Kjúklingateningur


Byrjið á að henda öllu sem er ónýtt í ískápnum. Síðan er hvítlaukur, engifer, blaðlaukur og chili látið svissast aðeins í olíu. Sveppum skellt út í og piprað. Svo restinni skellt saman við, kryddað hressilega með karríi 1 af Madras á móti 2 af Korma og látið malla eins lengi og þolinmæðin leyfir (en þó a.m.k. í 20 mín).

Borðað með brúnum hrísgrjónum og ef vill mango chutney og indverskum pickles.

sunnudagur, apríl 10, 2005

Spaceburger