Ísskápstiltektarkarríbull
4 hvítlauksrif fínsöxuð
fersk engiferrót - góður slatti - fínsaxaður
1 blaðlaukur - saxaður
2 þurrkaðir rauðir chilipiprar - muldir
250 g sveppir niðursneiddir (ein askja)
2 litlar sætar kartöflur - í bitum
250 g rauðar linsubaunir
300 g gulrætur - sneiddar
1 dós kjúklingabaunir
2 dósir kókosmjólk
Rajah Hot Madras karrí
Korma karrí
Kjúklingateningur
Byrjið á að henda öllu sem er ónýtt í ískápnum. Síðan er hvítlaukur, engifer, blaðlaukur og chili látið svissast aðeins í olíu. Sveppum skellt út í og piprað. Svo restinni skellt saman við, kryddað hressilega með karríi 1 af Madras á móti 2 af Korma og látið malla eins lengi og þolinmæðin leyfir (en þó a.m.k. í 20 mín).
Borðað með brúnum hrísgrjónum og ef vill mango chutney og indverskum pickles.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home