fiskiSÚPA
Laukur
Púrrulaukur
Sveppir ef vill (ég hef oftar sleppt þeim)
Paprikur
1 þurrkaður rauður chilipipar mulinn
Ofangreint mýkt upp úr extra virgin ólífuolíu og kryddað og rest bætt út í og látið sjóða
2 lítrar vatn (má alveg vera meira)
Brokkolí
Sellerí
Gulrætur
Kartöflur (ef nýjar - með hýðinu)
Fiskikraftur og grænmetiskraftur
Slurkur af hvítvíni
1 rjómaostur með kryddblöndu
Fiskur að eigin vali.
Krydda með pipar og því græna kryddi sem manni dettur í hug. Ég nota stundum Eftirlæti Hafmeyjunnar frá Pottagöldrum og Philip's sjávarréttakryddblöndu, og alls kyns önnur krydd.
Fjarlægja lárviðarlaufin, bæta rjómaostinum og fisknum út í undir lokin s.s. lax og lúðu, steinbít eða/og rauðsprettu. Ég læt fiskinn sjóða í súpunni, tek upp úr og hreinsa, ef ég er ekki með beinlaus stykki og skelli út í súpuna.
1 Comments:
Ég fæ vatn í munninn..........
Skrifa ummæli
<< Home