geimOMMILETTA
Afgangaeggjakaka, sem var svo mikið grís að ég var tilbúin að henda henni bara, en var bara nokkuð góð:
5 sveppir
smábiti af Dímon
2 sneiðar Maribou
svartar ólífur
3 egg
Truffluolía
Herbes de Province
Lauk- steinselju og vorlaukskryddblanda
3 tsk. tómatpestó
Hamborgarakrydd
Pipar
Sveppir steiktir upp úr truffluolíu og pipraðir. Settir til hliðar á pönnunni og eggjahræru með kryddunum hellt yfir, sveppasneiðar færðar inn á eggjahræruna, ólífur settar yfir og ostur í sneiðum. Gerð eru göt (elduð eggjahræra færð til) og hrárri eggjahræru hleypt á pönnuna, þegar ekki er lengur hrá eggjahræra ofan á er helmingur eggjakökunnar lagður yfir hinn og látið malla í 2-3 mín. á hvorri hlið (þannig fær maður köku í stað klessuverks eða scrambled eggja - svona fyrir þá sem ekki þekkja eggjakökugerð). Borðist með ferskum tómötum.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home