Uppskriftaveitan geimSKONSUR

Snilldarlegir matreiðslutaktar sýndir og sannaðir

sunnudagur, desember 12, 2004

Piparostapasta Ásthildar

1 askja ferskir sveppir
5 væn hvítlauksrif
salt, pipar, smjör til steikingar
1 kringlóttur piparostur
1 kaffirjómaferna
Tagliatelle

Sveppir sneiddir og smjörsteiktir með hvítlauknum. Kaffirjóma hellt yfir og piparostur í bitum settur út á pönnuna. Látið bráðna saman og þykkna.
Hellt yfir tagliatelle pasta og borðað með hvítlauksbrauði.

Þessi réttur er jafngóður og hann er óhollur, borðist með fullkomnu kæruleysi fyrir manneldissjónarmiðum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home