Uppskriftaveitan geimSKONSUR

Snilldarlegir matreiðslutaktar sýndir og sannaðir

mánudagur, september 03, 2007

Kjúklingabringur með pestó

3-4 kjúklingabringur
3 hvítlauksrif
Ein krukka basilpestó
2 tómatadósir (af tómötum í bitum)
Feta

Kjúklingabringur kryddaðar með pipar, salti og fínsöxuðum hvítlauk og settar í eldfast mót. Pestói skellt yfir. Tómatjukki skellt yfir. Feta skellt yfir. Öllu skellt inn í ofn við 200 gráður í 40 mín eða þar til kjúklingur er eldaður í gegn.

Borðist með salati og hrísgrjónum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home