Uppskriftaveitan geimSKONSUR

Snilldarlegir matreiðslutaktar sýndir og sannaðir

þriðjudagur, ágúst 10, 2004

"One motherfucker" coming up...

Hráefni:

Kaffi að eigin vali. Meðal malað og brennt (frekar van en of).
Íslenskt vatn.

Hlutföll:
Ein mjög kúfuð matskeið af kaffi
sett í pressukönnu
Einn bolli af fersku vatni hitaður
og bætt út í kaffið.

Hinkrið í ca. 2 mín.

Harðbannað er að menga drykkinn með mjólk eða sykri.

Drykkur þessi bætir hressir og kætir og er bráð hollt

Svo má lesa þetta hér sér til fróðleiks

mánudagur, ágúst 09, 2004

Grænt karrí með basil

3 hvítlauksrif
3 cm engiferrót
1 stór rauður chilipipar
1/2 tofu
1/2 kúrbítur
1/3 bakki sykurbaunir
1 dós bambussprotar
2 matskeiðar grænt karrímauk
1 dós kókosmjólk
8 kaffir-limelauf
1 bolli ferskt taílenskt sætt basil


Tofu steikt með fínsöxuðum hvítlauk, engifer og chili í 2 mín. restinni af grænmetinu bætt út í og karrímaukinu og steikt í nokkrar mín. Kókosmjólk og kaffirlaufum bætt út í og látið malla í 15. Basil bætt út í rétt áður en borið er fram með jasmin hrísgrjónum.

föstudagur, ágúst 06, 2004

Kotasælusalat

1 rauð paprika, söxuð
1 grænt epli, í litlum bitum
1 rauðlaukur, fínt saxaður
1 stór kotasæludós

Öllu blandað saman kryddað með svörtum pipar. Borið fram með papriku TUC kexi.

geimKARRÍ upp úr Skonrokks-karríi

Ferskur engifer ca 7 cm
Hvítlaukur, 6 rif
Ferskur rauður chilipipar, fræhreinsaður
Tofu (firm) í bitum
Laukur
Kúrbítur
Sveppir
Rauð paprika
Hvítur pipar
1 kjúklingateningur
Kormakrydd frá Sharwood's
Hot Madras frá Rajah
Kókosmjólk

Ferska kryddið hakkað í matvinnsluvél. Olía hituð á wok og tofu steikt með kryddinu. Restinni af grænmetinu bætt sneiddu út í. Góðum slatta af Korma karríi bætt út í, smávegis af Madras, saltað og piprað. Kókosmjólk hellt yfir og látið sjóða niður.

Meðlæti: Hrísgrjón og mango chutney.